• Soppa grunnur:
  • 250 gr mjöl
  • 275 – 300 ml volgt vatn
  • 1 bolli súr
  • Brauð:
  • 1 stk soppa
  • 250 gr mjöl
  • 1 tsk salt
Aðferð

Soppa
Blandið öllu vel saman í góðri skál. Plasfilma þétt yfir og látið standa í 10 tíma eða yfir nótt. Gott er að setja kúfaða teskeið af hunangi út. Hunangið gefur gott bragð og keyrir súrinn í gang og þar að auki verður skorpan fallega gullbrún

soppa

soppa

Eftir nóttina er soppa gerjuð og bubblandi

 

Brauð

1.  Blandið soppunni og mjölinu og saltinu vel saman. Soppan á að vera frekar blaut og á að klístrast við allt.
2.  Hnoðið vel þar til deigið er orðið mjög slétt – Best er að nota hnoðarann í hrærivélinni.
3.  Látið deigið hefast í 1 klst í skál og plastfilma yfir.
4.  Sláið degið niður og endurtakið þennan process 3 sinnum. (látið hefast í klst og slegið niður á milli)
5 . Lokahefun er yfir nótt í ísskáp og tekið út c.a. 1 klst fyrir bakstur.
6.  Skerið nokkrar rákir í deigið með beittum hnif

Í ofninum
1. Stillið ofninn á 250 gráður
2.  Deigið sett á pizzastein og vatnið úðað inní ofninn.  Bakað í 10 mín
3.  Hiti lækkaður niður í 200 og bakað í 20-40 mín í viðbót eða þar til góð skorpa er kominn.

 

Print Friendly